fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433

Enska úrvalsdeildin: Manchester United og Chelsea með sigra

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 15. maí 2024 20:57

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Á Old Trafford tóku heimamenn í Manchester United á móti Newcastle og það var vonarstjarna þeirra, Kobbie Mainoo, sem kom þeim yfir eftir hálftíma leik. Staðan í hálfleik 1-0.

Anthony Gordon jafnaði fyrir Newcastle snemma í seinni hálfleik en Amad Diallo kom United í forystu á ný í kjölfarið. Á 84. mínútu kom Rasmus Hojlund þeim svo í 3-1.

Lewis Hall minnkaði muninn fyrir Newcastle í uppbótartíma en nær komust gestirnir ekki. Lokatölur 3-2.

Lærisveinar Erik ten Hag eru í áttunda sæti, áfram á eftir Newcastle á markatölu.

Cole Palmer skoraði enn og aftur.

Brighton tók þá á móti Chelsea. Hinn sjóðheiti Cole Palmer kom gestunum yfir á 34. mínútu og leiddu þeir fremur verðskuldað í hálfleik.

Christopher Nkunku tvöfaldaði forskot Chelsea svo eftir tæpar 20 mínútur af seinni hálfleik.

Á 88. mínútu fékk Reece James að líta rautt spjald fyrir ljóta tæklingu og heimamenn orðnir manni fleiri. Þeim tókst að nýta það í blálokin þegar Danny Welbeck minnkaði muninn en nær komst Brighton ekki. Lokatölur 1-2.

Þetta var fjórði sigur Chelsea í röð og er liðið í sjötta sæti. Stefnir það í Evrópukeppni á ný. Brighton siglir lignan sjó um miðja deild.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Útilokar að ná sáttum við Rio Ferdinand – Hittust á strönd og hann neitaði að heilsa honum

Útilokar að ná sáttum við Rio Ferdinand – Hittust á strönd og hann neitaði að heilsa honum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Bróðir Kobbie Mainoo vakti athygli á Old Trafford í gær – Klæðnaður hans var fast skot á Amorim

Bróðir Kobbie Mainoo vakti athygli á Old Trafford í gær – Klæðnaður hans var fast skot á Amorim
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Harðar aðgerðri lögreglu bera árangur – Hættir að selja ólöglegt efni

Harðar aðgerðri lögreglu bera árangur – Hættir að selja ólöglegt efni
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup