Adam Lallana fer frá Brighton á sunnudag þegar ensku úrvalsdeildinni lýkur, tímabilið er þá á enda og samningur hans.
Lallana og Brighton voru sammála um að framlengja ekki samstarfið sem staðið hefur yfir í fjögur ár.
Lallana kom til Brighton frá Liverpool árið 2020 og hefur reynst liðinu ágætlega. Hann hefur spilað tæpa 100 leiki á fjórum árum.
„Þetta var erfið ákvörðun en réttur tímapunktur, ekki bara fyrir mig heldur félagið líka,“ segir Lallana.
„Ég hef rætt við Roberto De Zerbi síðustu mánuði og hann vildi halda mér en ég ákvað að fara.“
Lallana er 36 ára gamall miðjumaður en óvíst er hvaða skref hann tekur nú á ferli sínum.