Son Heung-Min sóknarmarður Tottenham fékk eitt allra mesta dauðafæri tímabilsins undir lok leiksins gegn Manchester City í kvöld. Staðan var þá 0-1 fyrir City
City er komið með tveggja stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir afar mikilvægan sigur á Tottenham í Lundúnum í kvöld.
Allir sem tengjast Arsenal horfðu spenntir á leikinn og vonuðust eftir greiða frá erkifjendum sínum, fjöldi stuðningsmanna Tottenham vildi sjá lið sitt tapa leiknum.
Leikurinn var jafn og spennandi en það var hinn norski Erling Haaland sem skoraði bæði mörk leiksins í síðari hálfleik.
Það fyrra kom eftir frábæra sendingu Kevin De Bruyne en það seinna úr vítaspyrnu. 0-2 sigur staðreynd.
Son fékk færið undir lok leiksins þegar hann slapp einn í gegn en Steffan Ortega varði meistaralega. Skömmu síðar skoraði Haaland og kom City í 0-2.
SON THANK YOUUUUU pic.twitter.com/s1KzFrTKUA
— Julio (@JulioChrisouFUT) May 14, 2024