fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
433Sport

Starf Gregg í Vesturbænum ekki í hættu og tíðindin af Óskari hafa engin áhrif

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 13. maí 2024 10:03

Mynd: KR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starf Gregg Ryder sem þjálfari karlaliðs KR er ekki í hættu þrátt fyrir slakt gengi í undanförnum leikjum. Fréttir um brottför Óskars Hrafns Þorvaldssonar frá Haugesund í Noregi hafa engin áhrif á hans stöðu.

Þetta segir Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, í stuttu spjalli við 433.is nú í morgunsárið.

„Það er ekkert að gerast hjá okkur. Það er bara áfram gakk. Við erum bara að halda okkar striki,“ segir Páll, spurður út í stöðu Gregg í ljósi gengisins undanfarið.

Meira
Óskar Hrafn óvænt hættur með Haugesund – „Þetta er mikið sjokk“

Óskar Hrafn hætti með Haugesund fyrir helgi og í kjölfarið fóru af stað orðrómar um að hann gæti tekið við KR-ingum.

Það sem ýtir undir þessa orðróma er svo að KR hefur aðeins fengið 1 stig í síðustu fjórum leikjum í Bestu deildinni en Páll segir ekkert í gangi á bak við tjöldin í Vesturbænum.

„Þetta er nýbyrjað svo við erum ekkert að stressa okkur.“

KR er með 7 stig í áttunda sæti Bestu deildarinnar. Næsti leikur liðsins er gegn FH í Kaplakrika eftir viku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Þorsteinn kom inn á viðbrögð andstæðinga Íslands – „Þetta er tálsmáti sem þær nota“

Þorsteinn kom inn á viðbrögð andstæðinga Íslands – „Þetta er tálsmáti sem þær nota“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Arsenal staðfestir kaupin á Kepa frá Chelsea

Arsenal staðfestir kaupin á Kepa frá Chelsea
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Gæti eitthvað farið að gerast hjá Liverpool varðandi Isak – Þetta gæti orðið verðmiðinn

Gæti eitthvað farið að gerast hjá Liverpool varðandi Isak – Þetta gæti orðið verðmiðinn
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fékk upp í kok af andlegu ferðalagi eiginkonunnar og bað um skilnað

Fékk upp í kok af andlegu ferðalagi eiginkonunnar og bað um skilnað
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Duran aftur til Evrópu

Duran aftur til Evrópu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Frá Roma til Besiktas

Frá Roma til Besiktas