Vitor Roque framherji Barcelona er til sölu í sumar samkvæmt fréttum og þá ætlar félagið að bjóða hann til Manchester United.
Segir í fréttum í dag að Barcelona ætli að bjóða hann í skiptum fyrir Mason Greenwood sem félagð vill fá.
Greenwood hefur verið öflugur með Getafe í vetur þar sem hann hefur verið á láni.
United er tilbúið að selja Greenwood í sumar en félagið fer fram á um 40 milljónir punda fyrir hann.
Roque er 19 ára gamall framherji frá Brasilíu en hann hefur ekki fundið sinn takt hjá Barcelona eftir að hann kom frá Athletico Paranaense.
Greenwood er með samning við United til 2025 og að auki getur félagið framlengt hann um eitt ár, það er því ekki útilokað að enska félagið taki hann aftur.