Darwin Nunez framherji Liverpool er orðaður við brottför frá félaginu en eitthvað virðist ama að.
Nunez ákvað á dögunum að eyða öllum myndum tengdum Liverpool af Instagram síðu sinni.
Nunez er á sínu öðru tímabili hjá Liverpool en nú segja miðlar á Spáni að umboðsmaður hans sé byrjaður að ræða við Barcelona.
Segir í fréttum á Spáni að Jorge Mendes umboðsaður Nunez hafi látið Barcelona vita af verðmiðanum sem Liverpool sættir sig.
Segir í fréttini að Liverpool vilji 73 milljónir punda fyrir Nunez sem er ögn minna en Liverpool á að hafa borgað fyrir hann frá Benfica.
Barcelona hefur hug á því að losa sig við Robert Lewandowski í sumar og er Nunez sagður efstur á blaði.