Vestri er grófasta lið Bestu deildar karla eftir fimm umferðir ef horft er til fjölda brota.
Fram að þessu hefur Vestri, sem situr í níunda sæti deildarinnar með 6 stig, brotið af sér að meðaltali 14,6 sinnum í leik. Liðið er þá með næst flest gul spjöld eða 19 talsins.
FH kemur á eftir Vestra með 13,8 brot og svo Stjarnan með 12,6.
Athygli vekur að Víkingur er með næstfæst brot eða 9,8. Lengi hefur verið talað um lærisveina Arnars Gunnlaugssonar sem grófasta lið deildarinnar.
Brot að meðaltali í leik
1. Vestri – 14,6
2. FH – 13,8
3. Stjarnan – 12,6
4. Fram – 11,8
5. Fylkir 11,2
6. KA – 10,8
7. KR – 10, 4
8-9. ÍA – 10
8-9. Valur – 10
10-11. HK – 9,8
10-11. Víkingur 9,8
12. Breiðablik 8,6
Gul spjöld
1. KR – 20
2. Vestri – 19
3-4. HK – 18
3-4. KA – 18
5-6. FH – 17
5-6. Fylkir – 17
7-8. Stjarnan – 16
7-8. Víkingur – 16
9-10. ÍA – 15
9-10. Breiðablik – 15
11. Valur – 12
12. Fram – 11
Rauð spjöld
HK – 2
Valur – 2
KR – 1
Vestri – 1
FH – 1
Fylkir – 1
ÍA – 1
Tölfræði frá FotMob