Þrátt fyrir að hafa ekki æft í viku fyrri leikinn gegn Breiðablik í gær var Gylfi Þór Sigurðsson magnaður í liði Vals í gær þegar liðið vann 2-3 sigur.
Gylfi Þór hefur verið að komast betur og betur inn í leik liðsins og skoraði tvö mörk í gær, annað þeirra var beint úr aukaspyrnu.
Það var hins vegar ekki bara frammistaða Gylfa í sóknarleik Vals sem vakti athygli í gær heldur einnig varnarvinna hans.
Þegar Adam Ægir Pálsson fékk að líta rauða spjaldið tók Gylfi mikla ábyrgð í varnarleiknum og er tölfræði hans þar eftirtektarverð.
Gylfi vann 75 prósent af návígjum innan vallar og fór einu sinni í skallabolta og vann það einvígi.
Ljóst er að Gylfi er að komast í betra og betra form sem gæti reynst Val vel en liðið er nú fjórum stigum á eftir toppliði Víkings.
Heppnaðar sendingar – 22/28 (79 prósent)
Sköpuð færi – 3
Snertingar – 61
Snertingar í teig Blika – 2
Heppnaðar fyrirgjafir – 4/6
Unnin návígi – 9/12 (75 prósent)
Unnin skallaeinvígi – 1/1
Brotið á – Fjórum sinnum
Braut af sér – Einu sinni