fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Gummi Ben uppljóstrar því hvað Viðar gerði nákvæmlega og Baldur segir – „Ganga fullt af sögum og maður veit ekki hverjar eru sannar“

433
Þriðjudaginn 7. maí 2024 08:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðar Örn Kjartansson framherji KA hefur spilað aðeins 147 mínútur frá því að hann snéri heim í mars, hann komst svo ekki í hóp hjá KA um helgina í jafntefli gegn KR.

Hallgrímur Jónasson þjálfari KA hefur talað um að Viðar hafi hreinlega ekki komist í hópinn en ekki viljað gefa upp neinar ástæður þess.

Guðmundur Benediktsson hefur nú sagt frá því hvað gerðist svo Viðar var tekinn úr hóp. „Samkvæmt heimildum mætti Viðar Örn ekki á æfingu á leikdegi sem var um morguninn. Haldiði að þessu sé bara lokið á milli KA og Viðars?,“ sagði Guðmundur í beinni á Stöð2 Sport í gær.

Baldur Sigurðsson hinn reyndi miðjumaður tók þá til máls. „Það verður fróðlegt að sjá, hinn almenni fótboltaáhugamaður hefur heyrt sögur. Það ganga fullt af sögum og maður veit ekki hverjar eru sannar, þangað til Haddi eða Sævar hjá KA segir eitthvað. Þetta lítur ekki vel út.“

Viðar hafði átt frábæran tíu ára feril í atvinnumennsku áður en hann snéri heim í vor. „Þetta er stórt nafn, þetta vakti í byrjun miklar væntingar innan hópsins. Skorar ekki á vellinum og maður heyrir sögur utan vallar, þetta virðist vera erfitt að eiga við þetta.“

„Þetta var veðmál, ég veit ekki hvort þetta sé búið. Maður sér ekki hvernig þetta á að ganga, það er fróðlegt að sjá hvað gerist á næstu dögum eða í næsta leik.“

Atli Viðar Björnsson segir að KA verði að taka ákvörðun í málinu, hvort halda eigi Viðari hjá félaginu eða ekki.

„Viðar er búinn að vera í KA í sex vikur, ef hlutirnir væru á hreinu og í lagi þá væri hann í standi til að vera í hópnum og líklega að byrja. Við vitum að Viðar er nógu góður til að vera í hópnum hjá KA, ég hvet þá til að taka þá ákvörðun sem þarf að taka. Það er ómögulegt fyrir þá og hópinn að hafa þetta hangandi yfir sér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Allt að verða klárt fyrir fyrstu kaup Amorim til United – 17 ára ungstirni

Allt að verða klárt fyrir fyrstu kaup Amorim til United – 17 ára ungstirni
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Loftið hrundi þegar fréttamenn voru að spyrja – Mikil heppni að ekki fór verr

Loftið hrundi þegar fréttamenn voru að spyrja – Mikil heppni að ekki fór verr
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Neyðarlegt atvik á æfingu City sem var í beinni útsendingu – Stjörnur liðsins gerðu allar í brækurnar

Neyðarlegt atvik á æfingu City sem var í beinni útsendingu – Stjörnur liðsins gerðu allar í brækurnar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Tveir heimsfrægir menn gómaðir fullir og graðir að spjalla við fyrirsætu á Skype – Öllu var lekið út

Tveir heimsfrægir menn gómaðir fullir og graðir að spjalla við fyrirsætu á Skype – Öllu var lekið út
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Mögnuð innkoma Sveindísar af bekknum – Ferna á rúmum tuttugu mínútum í Meistaradeildinni

Mögnuð innkoma Sveindísar af bekknum – Ferna á rúmum tuttugu mínútum í Meistaradeildinni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

KR-ingar kveðja Benóný sem skrifaði undir í Manchester í dag

KR-ingar kveðja Benóný sem skrifaði undir í Manchester í dag
433Sport
Í gær

Róbert Wessman uppljóstrar því hvað hann hefur sett í KR síðustu ár – Ótrúleg upphæð

Róbert Wessman uppljóstrar því hvað hann hefur sett í KR síðustu ár – Ótrúleg upphæð
433Sport
Í gær

United hendir í útsölu í janúar – Hellingur af leikmönnum sem má fara

United hendir í útsölu í janúar – Hellingur af leikmönnum sem má fara