Jim Ratcliffe, nýr eigandi Manchester United, er virkilega óánægður með ástand æfingasvæði félagsins.
The Athletic greinir frá en Ratcliffe eignaðist fyrr á árinu tæplega 30 prósent í United sem er eitt stærsta félag heims.
Samkvæmt miðlinum sendi Ratcliffe starfsfólki félagsins tölvupóst á dögunum og segir umgjörðina vera til skammar.
Hann var aðallega óánægður með búningsklefa aðalliðsins og gagnrýndi einnig klefa U21 og U18 liða félagsins.
Ratcliffe virðist vera að senda starfsfólki félagsins skýr skilaboð og heimtar að fólk byrji að sinna sinni vinnu almennilega á bakvið tjöldin.