Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness í körfubolta og íþróttafréttamaður, var gestur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í Íþróttavikunni. Þátturinn kemur út alla föstudaga á 433.is, Hringbraut.is og á Hringbrautarrás Sjónvarps Símans.
Kjartan er stuðningsmaður Manchester United en hann telur að stjóri liðsins, Erik ten Hag, sé á förum í sumar.
„Þegar maður er þjálfari upplifir maður hlutina öðruvísi og hefur meiri samúð. En ég held að það svosem skipti engu máli hvað einhverjum manni sem situr í Hlíðarsmára finnst. Ég held hann verði ekki þarna áfram og held að hann vilji það ekki sjálfur.
Maður hefur samt enga hugmynd um það. Þetta er tilraun sem virðist ekki vera að ganga upp. Þetta er rosa erfitt umhverfi en nú virðist vera að koma nýtt upphaf með nýjum eigendum,“ sagði Kjartan.
Umræðan í heild er í spilaranum.