Antonio Rudiger hefur varað sóknarmanninn Kylian Mbappe við því að hann ætli ekki að taka því rólega ef Real Madrid og PSG mætast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.
Allar líkur eru á að Mbappe spili fyrir Real næsta vetur en hann er í dag leikmaður PSG og er einn besti leikmaður heims.
Rudiger er ákveðinn í að vinna Meistaradeildina á tímabilinu og mun ekki hika við það að láta Mbappe finna fyrir því í viðureigninni.
Bæði lið eru í undanúrslitum þessa stundina og er ansi líklegt að þau muni að lokum spila úrslitaleikinn.
,,Ef við mætum honum í úrslitaleiknum þá munum við vinna hann,“ sagði Rudiger við Le Media Carre.
,,Ef hann kemst framhjá mér þá mun ég þruma hann niður.“