fbpx
Laugardagur 15.júní 2024
433Sport

Margir stuðningsmenn Arsenal hissa – Óvænt nafn orðað við félagið: ,,Hver er þetta?“

Victor Pálsson
Mánudaginn 20. maí 2024 20:30

Brian Brobbey.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

The Independent birtir ansi athyglisverða frétt í dag en miðillinn fjallar þar um markmið Arsenal í sumarglugganum.

Independent segir að Arsenal horfi á tvo framherja fyrir næsta tímabil en einn af þeim er Alexander Isak.

Nafn Isak kemur ekki á óvart en hann stóð sig virkilega vel með Newcastle á þessu tímabili.

Hitt nafnið kemur þó heldur betur á óvart en það er Brian Brobbey sem er á mála hjá Ajax í Hollandi.

Brobbey hefur áður verið orðaður við Manchester United en hann er 22 ára gamall og hefur skorað 22 mörk í 42 leikjum á tímabilinu.

Brobbey leikur með Íslendingi hjá Ajax en Kristian Nökkvi Hlynsson er á mála hjá félaginu og fékk mikið að spila í vetur.

Stuðningsmenn Arsenal hafa tjáð sig um mögulega komu Brobbey og voru duglegir að tjá sig á samskiptamiðlinum X.

,,Hver er þetta? Er ég einn um það að hafa aldrei heyrt um þennan gaur?“ skrifar einn um Brobbey.

Annar bætir við: ,,Hann getur ekki verið verri en Gabriel Jesus, burt með hann og inn með BB!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Að bera litinn
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Teikna upp svarta mynd af stöðunni vestur í bæ – „Gjaldþrota Reykjavíkurborg mæti þarna með peninga og geri eitthvað“

Teikna upp svarta mynd af stöðunni vestur í bæ – „Gjaldþrota Reykjavíkurborg mæti þarna með peninga og geri eitthvað“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Byrjar Gylfi í stórleiknum? – „Lítur vel út“

Byrjar Gylfi í stórleiknum? – „Lítur vel út“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sjáðu þegar Arnar og Óskar hittust í kvöld – „Enginn illa lyktandi ljóslaus búningsklefi hér“

Sjáðu þegar Arnar og Óskar hittust í kvöld – „Enginn illa lyktandi ljóslaus búningsklefi hér“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Duran ræðir við Chelsea en Villa reynir að kaupa frá Chelsea

Duran ræðir við Chelsea en Villa reynir að kaupa frá Chelsea
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Arnar hefur enga trú á að England verði Evrópumeistari

Arnar hefur enga trú á að England verði Evrópumeistari
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?
433Sport
Í gær

Aron Einar um nýjustu stjörnu landsliðsins – „Ég dýrka hann, hann er óhræddur við allt“

Aron Einar um nýjustu stjörnu landsliðsins – „Ég dýrka hann, hann er óhræddur við allt“
433Sport
Í gær

Fer Van Dijk í sumar? – Stendur til boða að verða launahæsti varnarmaður í heimi

Fer Van Dijk í sumar? – Stendur til boða að verða launahæsti varnarmaður í heimi