Dortmund 1 – 0 PSG
1-0 Niclas Fullkrug(’36)
Borussia Dortmund er í nokkuð ágætri stöðu eftir leik gegn Paris Saint-Germain í Meistaradeildinni í kvöld.
Um var að ræða fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar en honum lauk með 1-0 sigri heimaliðsins.
Þeir þýsku höfðu betur 1-0 en Niclas Fullkrug skoraði eina mark leiksins er 36 mínútur voru komnar á klukkuna.
Dortmund er því í ágætri stöðu fyrir seinni leikinn sem fer fram í Frakklandi á heimavelli PSG.