Það eru sögusagnir í gangi um að Jurgen Klopp sé mögulega á leið aftur til Dortmund á næsta ári.
The Independent greinir á meðal annars frá en Klopp mun yfirgefa lið Liverpool í sumar eftir níu ár í starfi.
Samkvæmt Independent er Klopp á óskalista Dortmund en mun líklega ekki snúa aftur í stjórastólin.
Hann gerði frábæra hluti sem þjálfari liðsins á sínum tíma áður en hann hélt til Englands.
Klopp myndi taka við sem yfirmaður knattspyrnumála Dortmund en hann mun taka sér allavega eitt ár í pásu.