Kolbeinn Birgir Finnsson, Stefán Teitur Þórðarson og Orri Steinn Óskarsson komast allir í lið umferðarinnar í dönsku úrvalsdeildinni um helgina.
Kolbeinn Birgir sem leikur með Lyngby lagði upp eina mark liðsins í 1-1 jafntefli gegn Vejle um helgina. Sævar Atli Magnússon skoraði markið fyrir Lyngby.
Stefán Teitur skoraði eitt mark fyrir Silkeborg í 3-0 sigri liðsins en Stefán fer frá liðinu í sumar þegar samningur hans er á enda.
Orri Steinn Óskarsson kom inn sem varamaður í 3-2 sigri FCK á AGF. Orri skoraði þrennu og tryggði FCK sigur en staðan var 0-2 þegar hann mætti til leiks.
Draumaliðið má sjá hér að neðan.