Launakostnaður félaga í ensku B-deildinni á þessari leiktíð hefur veirð opinberaður og borgar Leicester langhæstu launin.
Liðið er þegar búið að tryggja sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á ný en það féll þaðan í fyrra. Það borgar því eðlilega hæstu launin en reikningurinn er rúmar 60 milljónir punda á ári.
Það sem athygli vekur er hversu langt er niður í næstu félög en Southampton er með um 40 milljónir punda og Leeds 39.
Leicester borgar hærri laun en fjórðungur félaga í deildinni til samans og er launakostnaður tíu sinnum minni en hjá Plymouth, sem borgar minnst.
Launakostnaður í ensku B-deildinni
1. Leicester City – £60,190,000
2. Southampton – £40,014,000
3. Leeds United – £39,513,000
4. Norwich City – £24,196,000
5. West Bromwich Albion – £23,060,000
6. Cardiff City – £19,444,000
7. Stoke City – £18,340,000
8. Watford – £14,952,000
9. Sheffield Wednesday – £14,584,000
10. Middlesbrough – £13,582,000
11. Birmingham City – £13,228,000
12. Bristol City – £12,894,000
13. Hull City – £12,333,200
14. Swansea City – £12,276,000
15. Queens Park Rangers – £12,020,000
16. Ipswich Town – £11,378,000
17. Preston North End – £10,942,200
18. Coventry City – £10,008,000
19. Millwall – £9,856,000
20. Huddersfield Town – £9,258,000
21. Sunderland – £9,150,000
22. Blackburn Rovers – £7,678,000
23. Rotherham United – £6,674,000
24. Plymouth Argyle – £6,060,000