Alexander Ágúst Sigurðsson er stjórnandi Betkastins sem er nýr hlaðvarpsþáttur þar sem einblínt verður á neðri deildir í knattspyrnu í sumar.
Baddi Borgars þjálfari FC Árbær, Kiddi Hjartars þjálfari KÁ og Eysteinn Þorri leikmaður Augnabliks mættu í settið hjá Betkastinu og spáðu í spilin fyrir komandi tímabil í neðri deildunum. Liðum var raðað í sæti 2.deild og 3.deild og farið var létt yfir 4. og 5.deild.
Betkastið er fyrir alla þá sem finnst gaman að spá fyrir um úrslit og hvernig leikir geta endað. Þátturinn mun vera á tandurhreinni íslensku þar sem hver skoðun og spá hefur rétt á sér.
Betkastið mun rýna í viðburði sem eru bæði almennir en að mestu leyti íþróttatengdir. Yfir tímabilið verða 4 þættir þar sem neðri deildir Íslands verða teknar fyrir. Þessi þáttur er sá fyrsti í þeirri seríu.