Jack Grealish, leikmaður Manchester City, hefur skrifað undir risasamning við Pepsi en það fyrirtæki ættu allir að kannast við.
Pepsi er einn allra vinsælasti drykkur heims en Grealish er ein stærsta stjarna Englands og hefur verið í nokkur ár.
Enski landsliðsmaðurinn hefur aldrei gert eins stóran auglýsingasamning á sínum ferli en hann fær um yfir 200 milljónir króna frá Pepsi yfir eitt ár.
Samningurinn gildir til þriggja ára en aðrar stórstjörnur á borð við Son Heung Min og Vinicius Junior hafa einnig samið við Pepsi.
Grealish hefur ekki átt frábært tímabil fyrir City í vetur en mun að öllum líkindum spila með enska landsliðinu á EM í sumar.