Ole Gunnar Solskjær hefur verið atvinnulaus í tæp þrjú ár en hann hefur hafnað nokkrum áhugaverðum störfum.
Nú segja erlendir miðlar að Solskjær sé með tilboð á borði sínu frá landsliði Kanada.
Kanada er að fara að halda Heimsmeistaramótið árið 2026 með Bandaríkjunum og Mexíkó.
Knattspyrnusamband Kanada vill blása í herlúðra og reyna að búa til alvöru teymi í kringum liðið fyrir það.
Solskjær hefur verið orðaður við nokkur störf undanfarið en hann var rekinn frá Manchester United í lok árs árið 2021.