Arnar Daði Arnarsson, handboltasérfræðingur með meiru, var gestur í nýjasta þætti Íþróttavikunnar sem er í umsjón Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar.
Valur vann sannfærandi 3-0 sigur á FH í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla á dögunum. Fyrsta markið skoraði Hólmar Örn Eyjólfsson með skalla eftir frábæra hornspyrnu Gylfa Þórs Sigurðssonar.
„Loksins skoruðu þeir eftir hornspyrnu frá Gylfa því mér finnst Gylfi hafa verið að koma með endalaust af fullkomnum hornspyrnum á þessu tímabili. Þetta hefur verið skrýtið,“ sagði Helgi í þættinum.
Hrafnkell tók undir þetta.
„Valur er með þokkalega hávaxið lið, eru með eldri menn og reynslu. Þeir eiga að skora miklu meira eftir föst leikatriði.“
Umræðan í heild er í spilaranum.
Íþróttavikan er í boði Bola léttöl og Lengjunnar