Unai Emery hefur samþykkt að skrifa undir nýjan samning við Aston Villa sem gildir til ársins 2027. David Ornstein á The Athletic segir frá þessu.
Þetta eru frábærar fréttir fyrir Villa en stjórinn hefur snúið gengi liðsins við frá því hann tók við á fyrri hluta síðustu leiktíðar.
Villa var í vandræðum í neðri hluta ensku úrvalsdeildarinnar þegar Emery tók við en nú er liðið á góðri leið með að ná Meistaradeildarsæti og er komið í undanúrslit Sambandsdeildarinnar.
Félagið hefur ekki staðfest tíðindin en Ornstein er almennt ansi áreiðanlegur. Hann segir eigendur Villa sjá Emery, sem áður hefur stýrt liðum eins og Arsenal og PSG, sem sinn eigin Sir Alex Ferguson sem var við stjórnvölinn hjá Manchester United í 27 ár.
🚨 EXCLUSIVE: Unai Emery commits future to Aston Villa by extending contract as boss until 2027. Spaniard happy at #AVFC + club intend to sit down in summer to prolong deal further. Owners see 52yo becoming their version of Sir Alex Ferguson @TheAthleticFC https://t.co/Re0ovUTy0Q
— David Ornstein (@David_Ornstein) April 23, 2024