Axel Óskar Andrésson, varnarmaður KR, var gestur í nýjasta þætti af Íþróttavikunni. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.
KR tekur á móti Fram í Bestu deild karla í dag en getur ekki spilað á heimavelli sínum í Vesturbæ vegna vallaraðstæðna. Leikurinn fer fram á heimavelli Þróttar í Laugardalnum á gervigrasi.
„Það ætti kannski að vera eitthvað óþægilegt en ég held það sé það ekki fyrir neinn. Fyrstu tveir leikirnir sem við höfum spilað úti hafa bara verið heimaleikir,“ sagði Axel en KR hefur unnið fyrstu tvo leiki sína í Bestu deildinni, báða á útivelli.
Rúnar Kristinsson er þjálfari Fram og mætir sínum fyrrum félagi í fyrsta sinn í deildarkeppni.
„Það verður mjög skemmtilegt. Hann er einn besti þjálfari Íslandssögunnar. Ég horfði á leikinn hjá Fram á móti Víkingi og mér fannst þeir lúkka drulluvel. Þeir eru skipulagðir og með flott lið,“ sagði Axel.
Umræðan í heild er í spilaranum.