Besta deild kvenna fer að rúlla á sunnudag. Í tilefni að því var spá 433.is og Íþróttavikunnar fyrir deildina opinberuð í nýjasta þættinum.
Þar er því spáð að Valur verði Íslandsmeistari fjórða árið í röð. Þar á eftir koma Breiðablik og Þór/KA.
Því er spáð að Keflavík og Tindastóll falli og að báðir nýliðarnir, Víkingur og Fylkir, haldi sér.
Spáin í heild er hér að neðan og enn neðar er umræða um spána úr Íþróttavikunni.
1. Valur
2. Breiðablik
3. Þór/KA
4. Víkingur
5. Þróttur
6. Stjarnan
7. FH
8. Fylkir
9. Keflavík
10. Tindastóll