Mikel Arteta stjóri Arsenal virðist ætla að setja stefnuna á það að styrkja framlínu liðsins í sumar ef marka má ensk blöð í sumar.
London Evening Standard segir að Arsenal sé að skoða Benjamin Sesko framherja RB Leipzig.
Framherjinn öflugi frá Slóveníu hefur vakið athygli fyrir vaska framgöngu sína undanfarin ár.
Mirror segir svo að hinn sænski Viktor Gyokeres sé einnig á blaði hjá Arteta sem vill ólmur styrkja sóknarlínu sína.
Ivan Toney hefur verið nefndur til sögunnar en Arteta virðist vera með alla anga úti til þess að styrkja þessa mikilvægu stöðu.