Sara Gundogan eiginkona Ilkay Gundogan kemur manni sínum til varnar en hann er nú í sviðsljósinu vegna ummæla sem féllu eftir að Barcelona féll úr leik í Meistaradeild Evrópu.
Ronald Araújo var rekinn af velli í tapi gegn PSG sem reyndist Barcelona dýrkeypt.
Gundogan steig fram í viðtali eftir leik og gagnrýndi samherja sinn og taldi mistök Araújo hafa haft sitt að segja.
Nú teikna spænskir miðlar upp stríð á milli Gundogan og Araújo en varnarmaðurinn vill ekki tjá sig um hvað honum finnst um ummælin.
„Þetta er maður sem leggur hart að sér og hans hugsanir í kringum fótbolta snúst um það að bæta sig,“ segir Sara Gundogan.
„Hann gefur allt sem hann á fyrir liðið. Hugarfar hans er þrennu hugarfarið,“ sagði Sara og vísaði í titlana þrjá sem Gundogan vann með Manchester City á síðustu leiktíð, áður en hann fór til Barcelona.