fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
433Sport

Telja að þetta þurfi að breytast á Íslandi í kjölfar tíðindanna – „Þetta er bara eitthvað sem á heima í fortíðinni“

433
Þriðjudaginn 16. apríl 2024 20:30

Það verður spilað í Akraneshöllinni í næstu umferð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ljóst er að enginn leikur í 3. umferð Bestu deildar karla mun fara fram á alvöru grasi vegna vallaraðstæðna. Þetta var til umræðu í hlaðvarpi Íþróttavikunnar hér á 433.is.

ÍA, KR og FH áttu öll heimaleiki í næstu umferð. ÍA mun spila sinn leik inni í Akraneshöllinni í stað þess að spila á sínum grasvelli, KR spilar á heimavelli Þróttar, sem er með gervigrasi og FH víxlaði á heimaleikjum við HK. Sá leikur fer því fram í Kórnum.

„Ég er á þeirri skoðun að gras er fullreynt í Bestu deild karla ef það á að spila mótið svona. Það er ömurlegt fyrir mótið að FH spili ekki heimaleik fyrr en í fimmtu umferð,“ sagði Hörður Snævar Jónsson í þættinum, en mótið hefur aldrei byrjað eins snemma.

Helgi tók í sama streng.

„Við erum alltaf að reyna að hækka standardinn og mér finnst það amatöralegt að vera að færa heimaleiki til, færa leiki inn í hallir, að lið spili ekki heimaleik fyrr en í fimmtu umferð og fái þá fullt af heimaleikjum í röð í seinni hlutanum. Þetta er bara eitthvað sem á heima í fortíðinni. Við þurfum að gervigrasvæða allt draslið ef við ætlum að byrja þetta mót svona snemma,“ sagði hann ómyrkur í máli.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona