Talsmaður Manchester Untied segir að búið sé að taka á máli Alejandro Garnacho og það sem hann gerði á X-inu um helgina.
Eftir að hafa verið tekinn af velli í hálfleik fór Garnacho á X-ið og líkaði við færslur sem gagnrýndu Erik ten Hag.
Garnacho var fljótur að taka lækin í burtu þegar stuðningsmenn United tóku eftir þessu.
Ljóst er að það er óeinning innan raða United og alls óvíst hvort hollenski stjórinn lifi af tímabilið.
United hefur spilað afar illa á þessu tímabili og endalausar sögur um að starf Ten Hag sé í hættu.