David Beckham hefur unnið mál sem hann höfðaði gegn fyrirtækjum sem voru að selja vörur undir hans nafni og nota hans vörumerki.
Beckham höfðaði málið gegn 150 söluaðilum flestum í Asíu en vörurnar voru til sölu á Ebay, Amazon og fleiri sambærilegum síðum.
Um var að ræða fatnað, skó, rakspíra, sólgleraugu og fleira sem er undir vörumerkjum Beckham.
Beckham hafði farið fram á 1,6 milljón punda frá öllum þessum aðilum en fær ekki þá upphæð í sinn vasa.
Hann fær hins vegar 8 þúsund pund í bætur frá hverjum aðila eða 352 þúsund pund í heildina. Rúmar 60 milljónir króna sem gera lítið fyrir Beckham í stóra samhenginu.
Búið er hins vegar að setja bann við sölu á þessum varningi sem er sá sigur sem Beckham var að sækjast eftir.