Cole Palmer leikmaður Chelsea var sjóðandi heitur þegar liðið tók á móti Everton í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Palmer skoraði þá fjögur mörk í 6-0 sigri.
Palmer kom Cheslea yfir eftir þrettán mínútna leik en fimm mínútum síðar hafði hann bætt við marki.
Palmer fullkomnaði svo þrennu sína eftir tæplega hálftíma leik og Everton í djúpum skít.
Nicolas Jackson bætti við fjórða markinu fyrir hlé og Palmer hlóð svo í fjórða mark sitt og fimmta mark Chelsea í síðari hálfleik.
Það var svo Alfie Gilchrist sem skoraði sitt fyrsta mark fyrir Chelsea og sjötta og síðasta markið í uppbótartíma
Everton er aðeins tveimur stigum fyrir ofan fallsæti eftir tapið en Chelsea er komið upp í níunda sætið og er aðeins þremur stigum á eftir Manchester United sem er í sjöunda sæti.