Gary O’Neil, stjóri Wolves, var gríðarlega ósáttur með dómgæsluna í leik liðsins við West Ham í síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.
O’Neil kvartaði verulega eftir 2-1 tap en mark var tekið af Wolves undir lok leiks vegna rangstöðu en Max Kilman virtist hafa jafnað metin á lokamínútunum.
O’Neil þekkir fyrrum dómara ensku deildarinnar, Howard Webb, vel og hefur hringt þónokkrum sinnum í félaga sinn á þessu tímabili.
Webb lagði flautuna á hilluna 2014 en hefur undanfarin ár starfað í sjónvarpi og fylgist vel með því sem gengur á í efstu deild.
,,Ef hann sér að eitthvað hefur gerst í okkar leik og hann sé nafnið mitt á símanum þá hugsar hann með sér hvort hann þurfi að svara þessu,“ sagði O’Neil með bros á vör.
,,Ég er nokkuð viss um að hann hafi ýtt á rauða takkann nokkrum sinnum en hann er alltaf opinn og hreinskilinn, það er það eina sem ég bið um.“
,,Ég heimta ekki að hann sé sammála mér, ég vil bara fá að vita af hverju ákveðnar ákvarðanir eru teknar.“