Ole Gunnar Solskjær er enn án starfs en hann var síðast knattspyrnustjóri Manchester United í ensku úrvalsdeildinni.
Solskjær fékk samningstilboð fyrr á þessu ári samkvæmt blaðamanninum Andy Mitten en landslið Írlands vildi ráða hann til starfa.
Solskjær íhugaði það boð í einhvern tíma en ákvað að lokum að þakka fyrir sig og horfir annað fyrir framtíðina.
Norðmaðurinn hefur verið án starfs í um þrjú ár en hann var látinn fara frá United 2021.
,,Ég ræddi við hann, hann veit ekki hvaðan þessi hugmynd kom og ber fulla virðingu fyrir landinu,“ sagði Mitten.
,,Hann talaði stuttlega um starfið í janúar en ákvað að lokum að þetta væri ekki rétt skref fyrir hann persónulega.“