Mikið hefur verið rætt og ritað um mögulega vítaspyrnu sem Arsenal átti að fá undir lok leiksins gegn Bayern í Meistaradeild Evrópu.
Bukayo Saka féll þá í teignum í viðskiptum við Manuel Neuer. Óumdeilt var að Neuer snerti hann en hreyfingin á löpp Saka vakti athygli.
Netverjar hafa nú tekið saman nokkrar klippur þar sem Saka virðist gera það nákvæmlega sama þegar hann reynir að krækja í vítaspyrnur.
Hann veður framhjá mönnum en ýtir svo hægri löpp sinni út til að krækja í snertinguna og þá mögulega vítaspyrnu.
Hér að neðan eru nokkur dæmi um þetta.
Trademark pic.twitter.com/Xu9ob4ldEg
— Football Laughs (@FootballLaughss) April 12, 2024