Nadía Atladóttir, nýr leikmaður Vals, var gestur í nýjasta þætti Íþróttavikunnar. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.
Karlalið Víkings átti ekki í miklum vandræðum með Stjörnuna í fyrstu umferð Bestu deildarinnar og er það til alls líklegt í sumar.
„Þetta Víkingslið er orðið eins og vél sem erfitt er að stoppa,“ sagði Helgi í þættinum.
Nadía er hrifinn af Víkingum, en hún spilaði með kvennaliði félagins þar til fyrir skömmu.
„Þeir eru svo massífir varnarlega og vörn vinnur titla eins og sagt er. Þeir eru massífir til baka og þá fá þeir frjáls flæði fram á við. Þeir eru bara óþolandi góðir og ekki líklegir til að gera mistök.“
Umræðan í heild er í spilaranum.