Pep Guardiola stjóri Manchester City vakti athygli á hliðarlínunni gegn Real Madrid í vikunni þar sem hann var með úr sem er afar sjaldgæft.
Um er að ræða The Richard Mille Calibre RM27-01 úr sem var hannað fyrir tenniskappann, Rafael Nadal.
Aðeins 50 svona úr voru framleidd í heiminum en Guardiola er 53 ára gamall.
Úrið kostar 1,1 milljón punda eða 194 milljónir króna.
Þetta ætti að vera lítið vandamál fyrir Guardiola að borga fyrir enda hefur hann þénað tugir milljóna í viku hverri.