fbpx
Miðvikudagur 29.október 2025
433Sport

Forráðamenn Manchester United reiðir og senda ensku úrvalsdeildinni bréf

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 11. apríl 2024 19:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forráðamenn Manchester United eru ósáttir við ensku úrvalsdeildina vegna leiktíma leiks liðsins gegn Crystal Palace í næsta mánuði. Félagið hefur skrifað bréf til deildarinnar.

United heimsækir Palace mánudaginn 6. maí klukkan 20 en um er að ræða frídag á Englandi (bank holiday). Þýðir þetta að stuðningsmenn United sem ferðast í leiknn geta ekki tekið lest heim til Manchester eftir hann vegna þess hversu seint hann verður búinn.

United hefur sent úrvalsdeildinni bréf og sakað þá sem þar ráða um að hugsa ekkert um stuðningsmenn.

Þá hefur félagið boðið þeim sem eiga miða á leikinn fría rútuferð heim og munu allir miðahafar eiga möguleika á að vinna áritaða United treyju.

„Við deilum pirringi okkar með ykkur vegna þeirra vandamála sem þessi leiktími hefur í för með sér,“ segir meðal annars í yfirlýsingu United til stuðningsmanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Guardiola segir enska boltann vera að breytast í draumaheim Tony Pulis

Guardiola segir enska boltann vera að breytast í draumaheim Tony Pulis
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þorgrímur teiknar upp dökka mynd af metnaði fyrir konum í Úlfarsárdal – „Teljum okkur ekki hafa neinn annan kost en að víkja öll frá þessu“

Þorgrímur teiknar upp dökka mynd af metnaði fyrir konum í Úlfarsárdal – „Teljum okkur ekki hafa neinn annan kost en að víkja öll frá þessu“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Vilja nýta gott samband til að tryggja sér brasilíska ungstirnið í janúar

Vilja nýta gott samband til að tryggja sér brasilíska ungstirnið í janúar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ekki ólíklegt að næsta starf Rodgers verði í ensku úrvalsdeildinni

Ekki ólíklegt að næsta starf Rodgers verði í ensku úrvalsdeildinni