Það gæti orðið hart slegist um Nico Williams, leikmann Athletic Bilbao, í sumar og ljóst er að ensk félög munu taka þátt í baráttunni.
Williams er 21 árs gamall kantmaður sem hefur heillað með spænska liðinu undanfarið. Á þessari leiktíð er hann kominn með 6 mörk og 14 stoðsendingar í deild og bikar. Í kjölfarið hefur myndast mikill áhugi á honum.
Telegraph segir nú frá því að Tottenham ætli að taka þátt í baráttunni um Williams en félagið fær samkeppni innan Englands því fyrir eru Arsenal og Chelsea með augastað á leikmanninum.
Williams á fjögur ár eftir af samningi sínum við Athletic Bilbao.