Samkvæmt fréttum í Portúgal vill Ruben Amorim fá þrjá leikmenn frá Sporting Lisbon með sér til Liverpool í sumar, taki hann við liðinu.
Því er haldið fram að Amorim sé nálægt því að ganga frá samkomulagi við Liverpool um að taka við í sumar.
Liverpool hafði viljað fá Xabi Alonso en þegar það var úr söguni fór félagið í Amorim sem hefur gert vel með Sporting Lisbon.
Jornal Noticias í Portúgal segir að Amorim vilji fá varnarmennina Inacio og Ousmane Diomande með sér á Anfield.
Báðir hafa spilað vel í vörn Liverpool og það er sú staða sem Liverpool þarf helst á meiri breidd og styrk að halda.
Þá segir miðilinn í Portúgal að Amorim vilji fá danska landsliðsmanninn, Morten Hjulmand með sér frá Sporting til Liverpool