Ruben Amorim, stjóri Sporting í Portúgal, hefur samþykkt að taka við Liverpool í sumar. Það er Sky í Þýskalandi sem segir frá þessu.
Amorim hefur verið sterklega orðaður við Liverpool undanfarið ásamt fleirum, en eins og flestir vita er Jurgen Klopp á förum eftir níu farsæl ár.
Sky í Þýskalandi segir að munnlegt samkomulag sé í höfn um þriggja ára samning Amorim á Anfield.
Þar segir einnig að aðeins viðræður á milli Sporting og Liverpool eiga eftir að fara fram áður en allt verður klappað og klárt.
Liverpool hafði áður mikinn áhuga á að ráða Xabi Alonso sem nýjan stjóra, líkt og Bayern Munchen. Hann ákvað hins vegar að vera áfram hjá Bayer Leverkusen.