Karim Benzema hefur farið yfir það af hverju hann spilar ekki eins vel í Sádi Arabíu og hann gerði hjá Real Madrid á Spáni.
Benzema hefur ekki raðað inn mörkum fyrir lið Al-Ittihad í Sádi eftir komu hans þangað en var fyrir það frábær í mörg ár með Real.
Benzema hefur ekki skorað í heila þrjá mánuði fyrir sitt nýja félag en segir að það sé ekki aðeins sjálfum sér að kenna.
Frakkinn segist þurfa frekari aðstoð á vellinum og baunar þar í raun á eigin liðsfélaga.
,,Ástæðan fyrir því er að þetta er ekki sami leikur, ekki sömu leikmenn og það þarf að aðstoða mig,“ sagði Benzema.
,,Ég þarf að fá aðstoð á vellinum, ég get ekki unnið þessa leiki einn. Það er mikið sem ég þarf.“