Manchester United er enn að íhuga það reka þjálfara sinn Erik ten Hag áður en næsta tímabil hefst.
Frá þessu greinir blaðamaðurinn Alfredo Pedulla en hann segir að United ætli að reyna við Thiago Motta í sumar.
Motta hefur gert frábæra hluti með Bologna á Ítalíu en hann er orðaður við fleiri störf þessar vikur.
Pedulla segir að United sé sterklega að íhuga það að breyta til fyrir næstu leiktíð og að Motta sé ofarlega á lista enska liðsins.
Motta gerði frábæra hluti sem leikmaður á sínum tíma en er nú fyrst að vekja athygli fyrir hæfileika sína sem þjálfari.