Argentínskur lýsandi vakti verulega athygli í vikunni er Everton spilaði við Newcastle í ensku úrvalsdeildinni.
Um er að ræða mann að nafni Bambino Pons sem starfar fyrir ESPN og er afskaplega ástríðufullur.
Pons fór svo langt og byrjaði að syngja í beinni útsendingu eftir að Dominic Calvert-Lewin hafði jafnað metin fyrir Everton gegn Newcastle í 1-1 jafntefli.
Leikurinn fór fram á þriðjudag en margir kalla eftir því að Sky Sports ráði þennan ágæta mann til starfa og vilja fá hann beint í settið hið snarasta.
Pons söng skemmtilega eftir jöfnunarmark framherjans eins og má sjá hér fyrir neðan.
Made a loop of the Dominic Calvert Lewin song. #Everton pic.twitter.com/4bhDGhUllQ
— T⚽️m Chitty™ ☆ (@tomchitty) April 3, 2024