Frank Leboeuf fyrrum varnarmaður Chelsea segir að Todd Boehly og eigendur Chelsea séu búnir að skemma félagið.
Eigendur Chelsea hafa eytt þvílíkum fjármunum í liðið án þess að það skilaði nokkru.
Mikil velta hefur verið á leikmönnum, margir verið látnir fara og Chelsea hefur keypt marga.
„Fólkið sem stýrir félaginu í dag hefur skemmt það, það er það sem þau verða að horfast í augu við,“ segir Leboeuf.
„Hvernig byggir þú þetta upp aftur? Það mun taka mjög langan tíma að lagfæra þetta.“
„Þú getur aldrei byggt neitt upp nema að hafa fólk sem hefur þekkingu og reynslu. Svona gerist þegar þú býrð til unglingalið.“