David Beckham birti mynd af sér með brasilísku stórstjörnunni Neymar í gær. Nú vilja margir sjá Beckham krækja í Neymar til Inter Miami, félags í eigu Englendingsins.
Neymar gekk í raðir Al-Hilal í Sádi-Arabíu í sumar en hefur lítið spilað þar sem hann sleit krossband í október.
Beckham hefur sótt stjörnur á borð við Lionel Messi, Luis Suarez, Sergio Busquets og Jordi Alba til Inter Miami og eftir myndina sem hann birti af sér, eiginkonu sinni Victoriu og Neymar vilja aðdáaendur sjá Neymar bætast í þennan hóp. Brassinn spilaði með öllum áðurnefndum leikmönnum hjá Barcelona.
„Velkominn til Miami (en aðeins í kvöldmat),“ skrifaði Beckham á Instagram og gaf í skyn að um grín væri að ræða.
Það breytir því þó ekki að aðdáendur lesa í þetta og erlendir miðlar vekja athygli á því.
Hér að neðan má sjá færsluna (prófaðu að endurhlaða síðuna ef hún birtist ekki).
View this post on Instagram