Pau Cubarsi hefur fest sig í sessi í hjarta varnarinnar hjá Barcelona undanfarið þrátt fyrir að vera aðeins 17 ára gamall. Félagið vill framlengja samning hans.
Miðvörðurinn ungi er kominn með þrettán aðalliðsleiki fyrir Barcelona á leiktíðinni og byrjað undanfarna leiki.
Cubarsi þykir ótrúlegt efni og því mörg félög sem fylgjast með honum. Hann á tvö ár eftir af samningi sínum við Barcelona.
Börsungar eru þó að reyna að fá kappann til að skrifa undir langtímasamning með veglegri launahækkun. Þá yrði klásúla sett í samning Cubarsi upp á einn milljarð evra, en það er þekkt stærð þegar Katalóníufélagið semur við unga og efnilega leikmenn.
Vonast Barcelona til að klára dæmið áður en tímabilinu er lokið.
🚨🔵🔴 Understand Barcelona have already sent new contract proposal to Pau Cubarsí.
Long term deal offered with salary increase; Cubarsí, key part of plans.
🔐 New contract also includes €1B release clause.
Barça hope to get it done before the end of the season. pic.twitter.com/PvaleNzQxs
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 29, 2024