Stefan Alexander Ljubicic er á leið til Svíþjóðar og mun gera samning við lið í B-deild landsins.
Þetta kemur fram á Fótbolta.net en Stefan er leikmaður Keflavíkur og hefur spilað þar undanfarin tvö ár.
Um er að ræða uppalinn Keflvíking sem hefur einnig spilað fyrir Grindavík, HK og KR hér heima.
Fótbolti.net segir að Stefan sé á leið til Skövde í B-deildinni og verður hann kynntur á næstu dögum.
Srdjan Tufegdzic, Túfa, er þjálfari Skövde en hann vann með Stefan hjá Grindavík á sínum tíma.