fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Gagnrýnir Hákon Rafn fyrir sigurmark Úkraínu

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 27. mars 2024 15:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hákon Rafn Valdimarsson markvörður Íslands fær nokkra gagnrýni á sig fyrir sigurmark Úkraínu í gær. Hjörvar Hafliðason segir að Hákon hefði getað gert betur þar.

Hjörvar sem er fyrrum markvörður fór yfir málið í Dr. Football en Mykhailo Mudryk skoraði sigurmarkið þegar Úkraína vann 2-1 sigur á Íslandi um laust sæti á EM.

„Mér finnst eitt með Hákon, hann er frábær. Þú sérð á honum að hann er strákur sem byrjaði seint í marki,“ sagði Hjörvar um markið sem Mudryk skorarði.

„Hvernig hann vann á löppunum í seinna markinu, ef þú ert í leikæfingu eða reyndur markvörður. Hann á að geta lesið hann, Hákon fer alltof langt til vinstri.“

Hákon gekk í raðir Brentford í janúar og hefur síðan þá ekkert spilað.

„Mér fannst hann illa staðsettur í þessu marki. Hann hefði alltaf varið þetta á æfingu, þá hefði hann þorað að lesa þetta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?
433Sport
Í gær

Forsetinn biðlar til Real Madrid

Forsetinn biðlar til Real Madrid
433Sport
Í gær

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land
433Sport
Í gær

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð
433Sport
Í gær

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl