fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Rífandi stemning meðal Íslendinga í Wroclaw – „Ég veit ekki hvort maður sé bara orðinn heilaþveginn“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 26. mars 2024 15:45

Joey Drummer.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Wroclaw

Íslendingar eru farnir að láta til sín taka í pólsku borginni Wroclaw en hér mætir karlalandsliðið okkar Úkraínu í úrslitaleik um sæti á EM í kvöld.

Það má gera ráð fyrir 4-500 Íslendingum á leiknum í kvöld og þar á meðal er að sjálfsögðu einn dyggasti stuðningsmaður landsliðsins og meðlimur Tólfunnar, Joey Drummer. Hann hefur verið meðlimur Tólfunnar frá stofnun, eða 2007.

„Ég er brattur og líður vel. Það er gott veður og fullt af Íslendingum hérna. Ég er mættur til að taka eitt stórmót í viðbót áður en ég legg kjuðann á hilluna,“ sagði Joey við 433.is í miðbæ Wroclaw í dag.

video
play-sharp-fill

Joey vill að sem flestir Íslendingar fái að upplifa að fara á stórmót.

„Þessi mánuður á EM í Frakklandi er það besta sem ég hef upplifað. Ég vil að aðrir landsmenn fái að upplifa þetta í sumar.“

Hann spáir 2-1 sigri Íslands.

„Ég veit ekki hvort ég sé að vanmeta Úkraínu en ég er ekkert voðalega smeykur við þá eins og allir eru að tala um. Ég veit ekki hvort maður sé bara orðinn heilaþveginn eftir Lars (Lagerback)-tímann.

Markmiðið er bara að gera allt sem ég get til að hjálpa okkur að komast á EM og svo læt ég kjuðann niður,“ sagði Joey en nánar er rætt við hann í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Forsetinn biðlar til Real Madrid

Forsetinn biðlar til Real Madrid
433Sport
Í gær

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land
Hide picture