Heimir Hallgrímsson og hans lærisveinar í Jamaíka munu spila við þrjú nokkuð sterk lið í Copa America í sumar.
Dregið var í riðlakeppnina í gær en Jamaíka sleppur við að mæta stórliðum Brasilíu og Argentínu.
Jamaíaka fær þó alls ekki auðvelda leiki í B riðli en andstæðingarnir eru Venesúela, Ekvador og Mexíkó.
Mótið hefst í júní og lýkur í júlí og er það haldið í Bandaríkjunum að þessu sinni.
Riðlana má sjá hér.
Con las llegadas de Canadá y Costa Rica, así quedaron conformados los grupos para la CONMEBOL Copa América USA 2024™ 🤩 pic.twitter.com/L94oFbMuQ3
— CONMEBOL Copa América™️ (@CopaAmerica) March 24, 2024