Eiður Aron Sigurbjörnsson hefur skrifað undir samning við Vestra og mun leika með liðinu í sumar.
Frá þessu er greint í kvöld en Eiður rifti samningi sínum við ÍBV fyrr á þessu ári og var frjálst að semja við annað félag.
Um er að ræða 34 ára gamlan varnarmann sem lék lengi vel sem atvinnumaður í Svíþjóð og svo í Þýskalandi.
Eiður sneri aftur til Íslands 2017 og samdi við Val og lék svo með ÍBV í fjögur ár áður en samningnum var rift.
Vestri mun spila í Bestu deildinni í sumar og ljóst að félagið er að fá gríðarlegan liðsstyrk fyrir komandi átök.